Fjölgun hjúkrunarfræðinga
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir því að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 25.
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir því að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 25. Einnig kemur fram að fjölgunin verði öll innan Háskóla Íslands.
Af þessu tilefni vilja mennta- og fjármálaráðuneyti greina frá því að ráðuneytin munu leggja til við aðra umræðu um frumvarp til fjárlaga að fjölgunin skiptist þannig að fjölgað verði um 10 nema á ári í hjúkrunarfræði í Háskólanum á Akureyri og um 15 nema í Háskóla Íslands. Er það í samræmi við það sem fram fór á milli menntamálaráðuneytis og Háskólans á Akureyri sl. sumar og umræður í ríkisstjórn um sérstakar ráðstafanir til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum.