Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Langtímaáætlun ríkissjóðs 2007-2010

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 26. október 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007 var kynnt langtímaáætlun ríkissjóðs 2007-2010.

Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum hefur í vaxandi mæli horft til lengri tíma en eins árs í senn til að styrkja trúverðugleika efnahagsstefnunnar og stuðla að stöðugleika í efnahagslífinu. Sérstaklega er kveðið á um stefnumörkun af þessu tagi í lögum um fjárreiður ríkisins sem tóku gildi 1997 en þar segir í 28. grein:

„Langtímaáætlun. Með fjárlagafrumvarpi ár hvert skal leggja fram áætlun fyrir ríkisbúskapinn til næstu þriggja ára eftir lok þess fjárhagsárs sem fjárlagafrumvarpið tekur til. Þar skal annars vegar gera grein fyrir horfum í ríkisbúskapnum í ljósi almennra efnahagshorfa og hins vegar stefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum. Fram komi mat á áhrifum ríkisbúskaparins á efnahags- og atvinnumál, áform um öflun tekna og skiptingu gjalda, fjárframlög til fjárfestingar og yfirlit um lánastarfsemi ríkisins og greiðslubyrði lána. Þegar fjárlög hafa verið samþykkt á Alþingi skal langtímaáætlun endurskoðuð og lögð fram á Alþingi ef verulegar breytingar hafa orðið á forsendum hennar.”

Haustið 2003 samþykkti ríkisstjórnin í fyrsta sinn stefnumörkun í ríkisfjármálum til fjögurra ára, fyrir fjárlagaárið 2004 og næstu þrjú ár þar á eftir. Byggðist hún á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí 2003. Langtímaáætlunin hefur síðan verið uppfærð árlega.

Helstu þættir ríkisfjármála (hlutfall af landsframleiðslu)

Meðfylgjandi tafla sýnir helstu þætti ríkisfjármála árin 2007-2010. Rétt er að hafa í huga að hér er lögð fram spá þar sem gengið er út frá fjölmörgum óvissum forsendum, bæði um innlenda og erlenda þætti.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta