Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samstarfsvettvangur um opinber innkaup

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 30/2006

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup.

Samstarfsvettvangur um opinber innkaup

Við undirritun frá vinstri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa

Markmið samstarfsvettvangsins er að móta sameiginlega stefnu stjórnvalda og atvinnulífs um aðferðir við opinber innkaup sem styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun á Íslandi.

Samkomulagið er byggt á niðurstöðum áfangaskýrslu viðræðuhóps Ríkiskaupa og SI til fjármálaráðuneytisins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins sem lögð var fram í apríl 2006.

Í samkomulaginu felst að ríkið tekur þátt í því sem upplýstur kaupandi að vinna með fyrirtækjum að skilgreiningum og þróun lausna sem mæta þörfum ríkisins á ýmsum sviðum.

Samkomulagsaðilar munu skipa framkvæmdanefnd sem hafi yfirumsjón með starfi og verkefnum sem unnið verður að á vegum samstarfsvettvangsins. Eru samkomulagsaðilar sammála um að á grunni stefnu Vísinda- og tækniráðs verði efnt til breiðrar samvinnu allra aðila um að skilgreina þann árangur, forsendur og áhersluverkefni sem þarf að vinna að á slíkum samstarfsvettvangi.


Reykjavík, 1. nóvember 2006.

Fjármálaráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta