Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjárhag Íbúðalánasjóðs

Ríkisendurskoðun hefur lokið athugun á fjárhag Íbúðalánasjóðs sem unnin var að beiðni félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra.

Í sameiginlegu bréfi til Ríkisendurskoðunar, dags. 13. desember sl., óskuðu fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra eftir því að leitað yrði svara við eftirtöldum þremur spurningum, með hliðsjón af 11. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, og 7. gr. reglugerðar um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs, nr. 544/2004, með síðari breytingu:

  1. Hvort líklegt sé að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrirsjáanlegri framtíð.
  2. Ef svar við fyrstu spurningu er játandi, hvort um varanlegt eða tímabundið ástand sé að ræða.
  3. Hvort líkur séu á að reyna muni á ríkisábyrgð á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs.

Fram kemur í niðurstöðum Ríkisendurskoðunar að svara verði ofangreindum spurningum á þá lund að ólíklegt sé miðað við hinar gefnu forsendur að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrirsjáanlegri framtíð. Af þeirri niðurstöðu leiðir jafnframt að ólíklegt er að reyna muni á ríkisábyrgð á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs.

 

Skjal fyrir Acrobat ReaderSkýrsla Ríkisendurskoðunar um fjárhag Íbúðalánasjóðs (17 KB)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum