Samningur um gerð bæklings fyrir útlendinga
Þann 1. nóvember sl. undirrituðu félagsmálaráðuneytið og Alþjóðahús samning um verkefnið „Velkomin til Íslands. Upplýsingar fyrir útlendinga sem flytjast til Íslands“ í formi bæklings.
Markmið bæklingsins er að birta allar nauðsynlegustu upplýsingar á tíu tungumálum fyrir fólk sem ætlar sér að setjast að á Íslandi. Gert er ráð fyrir að bæklingurinn nýtist fólki einkum fyrstu daga búsetu á Íslandi og verður hann unninn í samráði við Innflytjendaráð, Fjölmenningarsetur, Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun, Ríkisskattstjóra, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins. Skipuð verður ritstjórn með fulltrúum þessara aðila.
Heildarkostnaður við gerð bæklingsins er 2.562.000 krónur.
Samningur vegna bæklings með grunnupplýsingum (80 KB)