Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Hólanemar heimsækja umhverfisráðuneytið

Danfríður Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu sjálfbærrar þróunar og alþjóðamála, kynnir aðgerðir íslenskra stjórnvalda í sjálfbærri þróun.
Hólanemar

Nemendur í umhverfisfræðum ferðamála við ferðamáladeild Hólaskóla heimsóttu umhverfisráðuneytið í dag og kynntu sér starfsemi þess. Nemendurnir heimsóttu einnig Landvernd í för sinni, Farfuglaheimilið í Reykjavík sem hefur fengið Norræna umhverfismerkið og Hópbíla sem starfa samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Á meðal þess sem Hólanemar fræddust um í heimsókn sinni í umhverfisráðuneytið voru tillögur að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og aðgerðir íslenskra stjórnvalda í sjálfbærri þróun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta