Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2006 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Úkraínu

FRETTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr.078

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heldur á sunnudag, 5. nóvember nk., í fjögurra daga opinbera heimsókn til Úkraínu, í boði Borys Tarasjúk, utanríkisráðherra Úkraínu.

Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með úkraínskum ráðamönnum, m.a. þeim Viktori Jústsjenskó, forseta, Viktori Janúkóvitsj, forsætisráðherra, og Borys Tarasjúk, utanríkisráðherra, auk þess sem ráðherra fer í heimsókn í úkraínska þingið í boði forseta þess, Oleksandr Moroz.

Utanríkisráðherra leiðir jafnframt viðskiptasendinefnd sem skipuð er fulltrúum 23 íslenskra fyrirtækja, en Útflutningsráð Íslands hefur í samvinnu við utanríkisráðuneytið skipulagt viðskiptaráðstefnur og tvíhliða fundi úkraínskra og íslenskra fyrirtækja í Kænugarði og í Lviv.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta