Ráðgjafarnefnd um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs skilar niðurstöðu
Ráðgjafarnefnd umhverfisráðuneytisins um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs afhenti Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra skýrslu sína í morgun. Í skýrslunni er fjallað um möguleg mörk þjóðgarðsins, verndarstig einstakra svæða, uppbyggingu þjónustunets þjóðgarðsins og stjórnfyrirkomulag. Auk þess fór nefndin yfir drög að frumvarpi til laga um Vatnajökulsþjóðgarð sem unnið hefur verið í umhverfisráðuneytinu að undanförnu.
Nefndin leggur til við ráðherra að sett verði lög um Vatnajökulsþjóðgarð og haldið áfram undirbúningi að stofnun þjóðgarðsins með það að markmiði að hann verði að veruleika eigi síðar en á fyrri hluta árs 2008. Formaður nefndarinnar er Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu.
Skýrslu ráðgjafarnefndarinnar má nálgast hér. Einnig má nálgast hér viðauka við skýrsluna um áhrif Vatnajökulsþjóðgarð á ferðaþjónustu og samantekt um náttúrufar og náttúruminjar umhverfis Vatnajökul.