Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til háskólanáms í Finnlandi og Noregi

Íslenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrki sem stjórnvöld í Finnlandi og Noregi bjóða fram til háskólanáms eða rannsóknarstarfa í þeim löndum.

Íslenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrki sem stjórnvöld í Finnlandi og Noregi bjóða fram til háskólanáms eða rannsóknarstarfa í þeim löndum. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver styrkur kemur í hlut Íslendinga. Umsækjendur skulu hafa lokið BA- eða BS-prófi eða öðru sambærilegu prófi. Menntamálaráðuneyti framsendir umsóknir er uppfylla skilyrði sem nánar eru tilgreind í upplýsingum um styrkina. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu og einnig á eftirgreindum vefsíðum.

Í Finnlandi eru styrkir veittir til 3 - 9 mánaða og nemur styrkfjárhæðin 1000 evrum á mánuði. Upplýsingar og eyðublöð er hægt að nálgast á vefsíðu CIMO (Centret for International Mobility) http://finland.cimo.fi

Í Noregi eru styrkir veittir til 1 - 10 mánaða námsdvalar. Styrkfjárhæð er 8.000 n.kr. á mánuði og skulu umsækjendur vera yngri en 40 ára. Upplýsingar og eyðublað fást á vefsíðu Rannsóknarráðs Noregs http://www.rcn.no/is

Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta