Æfing bandaríska flotans og Landhelgisgæslunnar
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkis- og dómsmálaráðuneytum
Nr. 080
Æfing bandaríska flotans og Landhelgisgæslunnar (Eagle Eye) hefst í dag og stendur fram til fimmtudags 9. nóvember. Markmið æfingarinnar er að æfa samræmdar aðgerðir skips og þyrlu Landhelgisgæslunnar með eftirlitsflugvél bandaríska flotans (P-3 Orion) við leit og björgun á sjó og landi sem og við eftirlit með umferð skipa innan efnahagslögsögunnar. Bandaríska Orion vélin tilheyrir eftirlitsflugsveit 16 (Patrol Squadron 16) og er hingað komin frá herstöð flotans á Sigonella á Sikiley.