Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundur fjármálaráðherra EFTA og ESB ríkja í Brussel

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 32/2006

Fjármálaráðherrar aðildarríkja EFTA og Evrópusambandsins ræddu orkumál á sameiginlegum fundi sínum í Brussel í dag. Í fjarveru Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sat Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra fundinn fyrir Íslands hönd.

Í ræðu sinni lýsti ráðherrann því hvernig Íslendingar stæðu að orkunýtingu og rakti sérstaklega aukin áhrif jarðhita í orkubúskapnum. Ráðherrar Noregs, Sviss og Liechtenstein tóku einnig til máls og þá Finnlands, Bretlands, Danmerkur.

Fundur fjármálaráðherra EFTA og ESB í Brussel

Mynd frá vinstri: Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Klaus Tschutscher, efnahags- og dómsmálaráðherra Liechtenstein.

Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, hvatti til þess að EFTA-ríkin tækju þátt í því með aðildarríkjum Evrópusambandsins að mynda sameiginlegan Evrópumarkað til að draga úr útblæstri á koltvísýringi. Tóku ráðherrar EFTA-ríkjanna undir þessa tillögu.

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu (GSM 862 0017).

Fjármálaráðuneytinu, 7. nóvember 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta