Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Eftirlit með rjúpnaveiði úr lofti

Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan hefur tekið að sér að aðstoða embætti ríkislögreglustjóra og sýslumannsembætti víðs vegar um landið við eftirlit með rjúpnaveiðum í þeim tilgangi að stuðla að markvissri framkvæmd laga og reglna um rjúpnaveiðar. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra ákvað í haust fyrirkomulag rjúpnaveiða og fór þá þess á leit við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að virkt eftirlit með veiðunum yrði haft úr lofti eftir því sem kostur væri á. Í kjölfar þessa hefur Landhelgisgæslan verið fengin til að aðstoða embætti ríkislögreglustjóra og sýslumannsembættin við eftirlitið. Fyrsta þyrluflugið var farið í dag og um borð voru þyrluflugsveit Landhelgisgæslunnar auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Embættin munu skipuleggja fleiri eftirlitsflug á næstunni.

Veiðitímabil rjúpu í ár var ákveðið frá 15. október til 30. nóvember og veiðar eru ekki heimilar á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta