Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2006 Innviðaráðuneytið

Flugráð vill afnema tvískiptingu í stjórn flugmála

Flugráð samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að stefna beri að því að um næstu áramót verði tvískipting í stjórn flugmála á Keflavíkurflugvelli afnumin. Eðlilegast sé að yfirstjórn málaflokka þar breytist til samræmis við það sem almennt tíðkist í landinu.

Ályktun flugráðs fer hér á eftir: ,,Flugráð fagnar því, að ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að við brotthvarf varnarliðsins sé eðlilegt að yfirstjórn málaflokka og stjórnsýsla á Keflavíkurflugvelli breytist til samræmis við það sem almennt tíðkast í landinu. Flugráð er þeirrar skoðunar, að með öllu sé óásættanlegt að viðhalda tvískiptingu í stjórnun flugmála lengur en brýna nauðsyn ber til vegna undirbúningsvinnu. Það er kostnaðarsamt og það stuðlar ekki að flugöryggi, dregur úr skilvirkni og gerir stjórnvöldum erfitt fyrir í alþjóðlegu samstarfi. Það er skoðun flugráðs, að stefna beri að því, að um næstu áramót, er gildi taka þær breytingar á stjórnun flugmála, sem samþykktar voru á Alþingi s.l. vor, verði tvískiptingin afnumin.”

Aðalmenn í flugráði eru Gísli Baldur Garðarsson, hrl, formaður, Bjarni Benediktsson, alþingismaður, varaformaður, Magnús Ólafsson, bóndi á Sveinsstöðum, Árni Gunnarsson forstjóri, Jens Bjarnason flugrekstrarstjóri og Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri, skipuð skv. tilnefningu Samtaka ferðaþjónustunnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta