Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðherra kynnir sér baráttu gegn kynferðisofbeldi

Magnús Stefánsson og Thelma Ásdísardóttir
Magnús Stefánsson og Thelma Ásdísardóttir

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra heimsótti Stígamót í dag, 10. nóvember, á Hverfisgötu 115 í Reykjavík og fræddist um starfsemina, afleiðingar kynferðisofbeldis, árangur af sjálfshjálparstarfi samtakanna og hugmyndir um starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins.

Fundurinn var áhugaverður og tölulegar upplýsingar samtakanna um umfang kynferðisbrota sláandi. Til dæmis telja þau að 17% barna og ungmenna hér á landi hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi.

Thelma Ásdísardóttir, Stígamótakona, gaf við þetta tækifæri félagsmálaráðherra bókina Myndin af pabba sem Gerður Kristný rithöfundur skrifaði um kynferðisofbeldi sem Thelma sætti sem barn af hendi föður síns og annarra barnaníðinga. Magnús tók við gjöfinni með þeim orðum að Thelma sýndi mikið hugrekki þegar hún veitti almenningi hlutdeild í þeirri skelfilegu reynslu sem hún varð fyrir um árabil á uppvaxtarskeiði sínu.

Vinna Stígamóta felst meðal annars í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta