Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2006 Innviðaráðuneytið

Ráðstefna um aðgengismál á Netinu

Ráðstefnan Aðgengi á Netinu: hvar erum við stödd? verður haldin á vegum SJÁ í samvinnu við forsætisráðuneytið og Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) þann 14. nóvember næstkomandi.

Upplýsingasamfélagið á Netinu er ekki aðgengilegt öllum. Um 90% vefsíðna eru óaðgengilegar fötluðu fólki. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem halda úti vefjum hafa verulega tekið við sér í aðgengismálum á Netinu og mörg leggja sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir fatlaðra notenda - enn er þó langt í land. Á ráðstefnunni verður farið yfir stöðu aðgengismála á Íslandi, hvaða viðmið eru til, hvað fyrirtæki og stofnanir eru að gera til að sinna þessu og hvernig er hægt að gera betur. Þess má geta að leitarvélar eins og Google, Yahoo og fleiri eru stundum kallaðar blindir notendur og því á þessi ráðstefna erindi til þeirra sem hafa hug á að koma vörum og þjónustu á framfæri á leitarvélunum á Netinu. Ráðstefnan verður frá klukkan 9-12 á Grand Hotel í Reykjavík.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna

                                                                                     Reykjavík 10. nóvember 2006



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta