Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Tímamót í öldrunarþjónustu á Akureyri

60 rýma viðbygging við hjúkrunar-og dvalarheimilið Hlíð á Akureyri hefur verið tekin í notkun. Með þessum áfanga í uppbyggingu öldrunarþjónustunnar nyrðra verða þau tímamót að nú stendur öllum íbúum Hlíðar á Akureyri til boða einbýli. Í nýbyggingunni eru 60 einstaklingsherbergi, eldhús, matsalur og góð aðstaða fyrir starfsfólk. Öll aðstaða í nýja húsinu er eins og best verður á kosið og leitast við að gera aðstæður allar sem heimilislegar. Heimilið stækkar um fjögur þúsund fermetra með nýja húsinu og heildarkostnaður er um 900 milljónir króna. Framkvæmdasjóður aldraðra greiðir 40% kostnaðar, 30 af hundraði koma frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og 30% frá Akureyrarbæ. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að viðbyggingunni í apríl á liðnu ári og fyrirtækið Tréverk á Dalvík var aðalverktaki byggingarinnar.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta