Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2006 Matvælaráðuneytið

Fundur sjávarútvegsráðherra Íslands og Kanada

Fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneyti

Fundur sjávarútvegsráðherra Íslands og Kanada

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra átti í gær fund með Loyola Hearn sjávarútvegsráðherra Kanada. Ráðherrarnir ræddu meðal annars um hugmyndir um bann við veiðum með botnvörpu í úthöfunum, nýtingu sjávarspendýra og ólöglegar veiðar í úthöfunum.

 

Hugmyndir um bann við botnvörpuveiðum í úthöfunum verða teknar til umræðu í New York í næstu viku, í tengslum við fiskveiðiályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Ráðherrarnir eru sammála um að slíkt bann sé óviðunandi og berjast beri gegn því. Komist bannið á í úthöfunum verði spjótum næst beint að botnvörpuveiðum í lögsögu ríkja. Mikið sé í húfi að bjóða ekki þeirri hættu heim.

 

Ráðherrarnir eru sammála um að nýta beri sjávarspendýr með sjálfbærum hætti eins og aðrar lifandi auðlindir hafsins. Rætt var um hvernig stemma skuli stigu við ólöglegum veiðum svo kallaðra sjóræningjaskipa í úthöfunum og samstarf Íslands og Kanada á vettvangi Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnunarinnar, NAFO.

 

Hearn staldraði við í sólarhring hér á landi og kynnti sér íslenskan sjávarútveg.

 

EKG og sjrherra Kanada nov 06

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Loyola Hearn sjávarútvegsráðherra Kanada

 

 

Sjávarútvegsráðuneytinu 14. nóvember 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta