Kynning á fyrirhuguðum snjóflóðavörnum í Bolungavík
Fulltrúar umhverfisráðuneytisins ásamt fulltrúa frá Framkvæmdasýslu ríkisins og starfsmönnum Línuhönnunar og Landmótunar kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir við snjóflóðavarnir á opnum fundi í Bolungavík í liðinni viku. Áhættumat vegna snjóflóða sem kynnt var fyrir fjórum árum leiddi í ljós að verulegur hluti Bolungavíkur er á hættusvæði m.t.t. ofanflóða. Til þess að tryggja öryggi íbúa bæjarins eins og kostur er hafa verið gerðar tillögur um varnaraðgerðir sem felast í um 700 metra löngum þvergarði og 8 keilum ofar í fjallinu.
Ljóst er að um mikið mannvirki er að ræða sem gert er ráð fyrir að taki 2 til 3 ár að reisa. Varnargarðurinn verður 18-22 metra hár og framkvæmdasvæðið verður um 10 hektarar að stærð. Áætlaður heildarkostnaður við byggingu mannvirkjanna er um 750 milljónir króna. Verkið verður boðið út í vetur.
Yfirlitsmynd af Bolungavík og fyrirhuguðum snjóflóðavörnum (pdf-skjal).
Kynningarbæklingur um snjóflóðavarnir í Bolungavík.