Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til eflingar íslenskri kvikmyndagerð
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra munu á fundi í Ráðherrabústaðnum kl. 16 í dag greina frá heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar til eflingar íslenskri kvikmyndagerð.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra munu á fundi í Ráðherrabústaðnum kl. 16 í dag greina frá heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar til eflingar íslenskri kvikmyndagerð.
Á fundinum munu menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ásamt fulltrúum samtaka kvikmyndagerðarmanna undirrita samkomulag um stuðning við innlenda kvikmyndagerð til næstu ára.
Jafnframt mun iðnaðarráðherra kynna væntanlegar breytingar á endugreiðsluhlutfalli í lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.