Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ræða ráðherra á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í beinni vefútsendingu

Kofi Annan ávarpar loftslagsráðstefu Sameinuðu þjóðanna.
Kofi Annan

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er nú stödd í Nairobi í Kenía þar sem ráðherrafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna hófst í dag. Hún flytur ræðu fyrir hönd Íslands um klukkan átta í fyrramálið á íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með ráðherranum flytja ræðuna í beinni vefútsendingu á slóðinni http://www.un.org/webcast/unfccc/.

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði loftslagsráðstefnuna í morgun og fjallaði meðal annars um Nairobi áætlunina, en hún miðar að því að aðstoða þróunarríki við að gerast aðilar að Kýótó-sáttmálanum. Frekari upplýsingar um fundinn og ræðu Kofi Annan má nálgast á vef Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta