Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ræða Jónínu Bjartmarz á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði í ræðu á ráðherrafundi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Nairobi í Kenía í dag að yfirstandandi loftslagbreytingar væru eitt stærsta verkefni sem mannkynið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Afleiðingar þeirra geti orðið mjög alvarlegar og því verði að bregðast við af krafti og það tafarlaust.   

Umhverfisráðherra sagði nauðsynlegt að átta sig á afleiðingum loftslagsbreytinga, ekki síst í Afríku. Mörgum Afríkuríkjum stafi ógn af þeim, sér í lagi ríkjum sem þurfa að takast á við afleiðingar þurrka og sífellt stækkandi eyðimarka. Hún vakti athygli á mikilvægi heimsálfunnar í  baráttunni við loftslagsbreytingar því þar megi finna gríðarmiklar endurnýjanlegar orkulindir. Álfan þurfi stuðning alþjóðasamfélagsins til að nýta þessar auðlindir í ríkari mæli á vegferð sinni frá fátækt. Íslendingar væru virkir þátttakendur í slíkum stuðningi, m.a. með rekstri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna.

Umhverfisráðherra sagði það lykilatriði í baráttunni við loftslagsbreytingar að dregið yrði úr notkun jarðefnaeldsneytis við orkuframleiðslu. Þá yrði að tryggja að loftslagsbreytingar yrðu hafðar til hliðsjónar í stefnumótun, einkum á sviði samgangna, skipulags og landnýtingar. Þáttaka fjármálastofnana og annarra einkafyrirtækja væri einnig nauðsynleg ef árangur ætti að nást.

Að lokum sagði umhverfisráðherra að ríki heims hefðu náð nokkrum árangri við að binda og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður þyrfti nú að ganga skrefinu lengra, niðurstöður vísindamanna um framtíð loftslags jarðar sýndu fram á nauðsyn þess. Að auki hefði Stern-skýrsla bresku ríkisstjórnarinnar leitt í ljós að aðgerðarleysi í loftslagsmálum væri kostnaðarsamara fyrir heimsbyggðina en ef brugðist verði við strax með breytingum á orkuframleiðslu. Því væri það skoðun íslenskra stjórnvalda að hefja þyrfti yfirgripsmikla endurskoðun Kýótó-sáttmálans og allar þjóðir heims verði að grípa til hertra aðgerða þegar fyrsta samningstímabili sáttmálans lýkur árið 2012. Ísland muni með ánægju standa undir þeirri áskorun.

Hér að neðan má lesa ræðuna í heild sinni á ensku.

 

UN Climate Change Conference, Nairobi – High-level segment,

Intervention by Jónína Bjartmarz, Minister for the Environment, Iceland

16 November 2006

 

Mr. President, Ladies and Gentlemen

 It is a pleasure to be here in Nairobi, and to have an opportunity to address this meeting, which is a milestone in our journey to tackle climate change, one of the most pressing challenge facing humankind.

Our knowledge about the realities of climate change keeps improving. We will never have a perfect model of climate behaviour, but it is clear that climate change is happening, and its consequences can be severe. We must act decisively and we must act now.

It is useful to examine the climate challenge from our present viewpoint, here on the African continent. Climate change is a very real threat to many African countries, especially those vulnerable to drought and desertification. But Africa can also be an important part of the solution to the climate challenge. Few continents have such an abundance of renewable energy sources as Africa: Hydro, geothermal, biomass, and of course the sun. Our host country, Kenya, has made progress in harnessing solar energy, and uses its geothermal resources to produce reliable and climate-friendly electricity. A lack of modern energy services is a barrier to the alleviation of poverty in many places. Many African countries are in a position to produce energy for development with minimal carbon emissions. 

Such progress, however, needs an enabling environment, understanding and commitment by financing institutions, partnership between government and private industry, and local capacity building. We must work on all these issues within and outside of the Climate Change Convention. Iceland has in recent years made renewable energy one of its main components of development co-operation, and expanded the work of the UN University’s Geothermal Training Programme in Iceland. Capacity building courses in geothermal energy utilization are being held by the Programme in three continents, and currently one such course is taking place here in Kenya.

Decarbonising the global energy regime is a key factor in combatting climate change. But we must integrate climate concerns into all relevant policies and sectors, including development, transport, planning and land-use. Climate issues must be raised to the highest political level, and we must also raise public awareness. Mainstreaming climate policy and involving business and the private sector are recipes for success.

Iceland is of the view that we have achieved much in recent years in the work within the Conference, and with the entry into force of the Kyoto Protocol. But we must move on. We have learned from experience about the strengths and shortcomings of these agreements and their implementation. Science tells us that the challenge is urgent, and the recent Stern report tells us that inaction will cost us much more than action. We believe that we should have a comprehensive review of the Kyoto Protocol, and a shared vision of the task ahead. It is clear that the global efforts beyond 2012 have to involve actions by all the major emitters of greenhouse gases, if we are to respond successfully to the mounting challenge of climate change. Iceland is happy to continue to be among those who are asked to lead the way, and we will rise to that challenge.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta