Ritari/sérfræðingur á lögfræðisviði
Menntamálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf ritara/sérfræðings á lögfræðisviði. Lögfræðisvið undirbýr ákvarðanir um lögfræðileg málefni og veitir lögfræðilega ráðgjöf innan ráðuneytisins. Það hefur yfirumsjón með samningu lagafrumvarpa og reglugerða svo og undirbúningi stjórnsýsluúrskurða, auk þess sem það fer með samskipti við skrifstofu Alþingis. Jafnframt hefur sviðið umsjón með lögformlegri framkvæmd EES-samningsins og alþjóðlegra samninga sem ráðuneytið fer með aðild Íslands að. Að lokum fer sviðið með starfsmannamál stofnana sem heyra undir ráðuneytið eftir því sem við á, þ.m.t. skipun forstöðumanna.Um er að ræða fullt starf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Þekking á stjórnsýslu er kostur
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar nk. Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Kristín Jónsdóttir skrifstofustjóri upplýsinga- og þjónustusviðs.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 7. des. 2006.