Æskulýðssjóður 2006 - seinni úthlutun
Menntamálaráðherra hefur samþykkt styrkveitingar úr Æskulýðssjóði að fjárhæð 4.205.000 kr. til 23 verkefna. Alls bárust 42 umsóknir um styrki að fjárhæð 16.547.200 kr.
Þeir sem hlutu styrki úr Æskulýðssjóði við seinni úthlutun árið 2006 eru eftirtaldir:
Nafn umsækjanda | Styrkupphæð |
---|---|
Æskulýðsfélag Dómkirkjunnar vegna verkefnisins „Leikum saman-miðborgarstarf“ |
225.000.-kr. |
Unglingadeild Samtakanna 78 vegna leiðtoganámskeiðs |
200.000.-kr. |
Kristilegt stúdentafélag vegna leiðtoganámskeiðs á Akureyri |
70.000.-kr. |
Alþjóðlegar sumarbúðir barna vegna þjálfunar farastjóra |
150.000.-kr. |
Bandalag íslenskra námsmanna vegna þjálfunar forsvarsmanna aðildarfélaga BÍSN |
150.000.-kr. |
ÆSKÞ vegna æskulýðsmóts |
200.000.-kr. |
Alþjóðleg umgmennaskipti vegna þjálfunar leiðtoga |
150.000.-kr. |
Bandalag íslenskra skáta vegna þjálfunar leiðtoga í skátastarfi |
375.000.-kr. |
KFUM-K Húsavík vegna leiðtogaþjálfunar í Norðurþingi |
375.000.-kr. |
Iðnnemasamband Íslands vegna þjálfunar forystufólks INSÍ |
225.000.-kr. |
Æskulýðsfélag Lágafellskirkju vegna Sirkus TIKK-TAKK |
110.000.-kr. |
KFUM-K á Íslandi vegna leiðtoganámskeiðs í félagsvirkni |
300.000.-kr. |
Bandalag íslenskra skáta vegna námskeiðahalds um efni bókarinnar Verndum þau |
200.000.-kr. |
Kristileg skólasamtök vegna verkefnisins „Eru allir inni í myndinni“ ljósmyndanámskeið fyrir framhaldsskólanemendur |
150.000.-kr. |
Landssamband æskulýðsfélaga vegna verkefnisins „Lifandi bókasafn“ |
100.000.-kr. |
KFUM-K á Íslandi vegna námskeiðahalds um efni bókarinnar Verndum þau |
300.000.-kr. |
Nordklúbbur Norræna félagsins vegna hópeflisverkefnis |
50.000.-kr. |
Bandalag íslenskra skáta vegna útilífsverkefnis skáta á Kjalarnesi |
75.000.-kr. |
ÆSKR vegna verkefnisins „Changemaker“ |
175.000.-kr. |
Ungmennadeild Rauða kross Íslands Akranesi vegna kynfræðslu og ráðgjafar fyrir börn og unglinga |
125.000.-kr. |
Kristniboðsfélag ungs fólks vegna verkefnisins „Annað sjónarhorn“ |
75.000.-kr. |
Ungmennafélag Íslands vegna námskeiðahalds um efni bókarinnar Verndum þau |
200.000.-kr. |
KFUM-K á Íslandi vegna verkefnisins „Jól í skókassa“ |
225.000.-kr. |
Æskulýðssjóður starfar samkvæmt reglum nr. 113 frá 22. janúar 2004. Stjórn Æskulýðssjóðs er skipuð sömu mönnum og skipa Æskulýðsráð ríkisins og gerir stjórnin tillögur til menntamálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja eftirtalin verkefni:
- Sérstök verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra.
- Þjálfun æskulýðsleiðtoga og leiðbeinenda til virkrar þátttöku í æskulýðsstarfi, m.a. með námskeiðum og þátttöku í þeim.
- Nýjungar og tilraunir í félagsstarfi barna og ungmenna.
- Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka á sviði félagsstarfa.
Styrkir taka hvorki til árvissra eða fastra atburða í félagsstarfi, svo sem þinga, móta eða þess háttar atburða né ferðahópa.