Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Efnahagshorfur á Norðurlöndum

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 16. nóvember 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Efnahagsframvindan á Norðurlöndum hefur á flestum sviðum verið jákvæð undanfarin ár.

Hagvöxtur hefur verið nálægt jafnvægisvexti, atvinnuleysi hefur lækkað, verðbólga hefur verið lág og opinber fjármál hafa skilað tekjuafgangi. Reiknað er með að hagvöxtur á Norðurlöndunum verði að meðaltali um 3,4% árið 2006 og um 3% árið 2007.

Spáð er að heldur dragi úr hagvexti á öllum Norðurlöndum nema Noregi á næsta ári. Verðbólga hefur verið lág á öllum Norðurlöndunum nema á Íslandi. Atvinnuleysi fer óðum lækkandi á Norðurlöndum nema e.t.v. í Finnlandi og Svíþjóð. Í þessum löndum hefur ekki tekist að minnka atvinnuleysið þrátt fyrir ágætan hagvöxt. Þessar upplýsingar ásamt öðrum má sjá í nýútkominni skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar, Ekonomiska utsikter i Norden 2007 (PDF 300 KB).

Vegin meðaltöl 2004 2005 2006 2007
Hagvöxtur, %
3,1
2,9
3,4
3,0
Danmörk 1,7 3,6 2,7 2,0
Finnland 3,5 2,9 4,5 3,0
Ísland 7,7 7,5 4,2 1,0
Noregur 3,1 2,3 2,4 3,6
Svíþjóð 3,7 2,7 4,0 3,3
Verðbólga, % 0,6 1,2 1,9 2,0
Danmörk 1,2 1,8 2,0 1,8
Finnland 0,2 0,9 1,5 1,3
Ísland 3,2 4,0 7,3 4,5
Noregur 0,4 1,6 2,5 1,8
Svíþjóð 0,4 0,5 1,6 2,5
Atvinnuleysi,% 6,2 6,0 5,2 5,1
Danmörk 6,1 5,4 4,4 4,1
Finnland 8,8 8,4 7,7 7,4
Ísland 3,1 2,1 1,3 2,1
Noregur 4,5 4,6 3,5 3,3
Svíþjóð 6,0 6,0 5,6 5,8
Afkoma hins opinbera, %, hlutfall af VLF 4,0 6,2 6,8 6,3
Danmörk 1,7 4,0 3,1 2,8
Finnland 2,1 2,5 2,9 2,7
Ísland 0,5 5,5 3,8 1,5
Noregur 11,4 16,4 19,5 18,6
Svíþjóð 1,6 2,8 2,8 2,3

Afkoma hins opinbera hefur sjaldan verið betri á Norðurlöndum en um þessar mundir. Unnið er að lausn á tilteknum vanda sem flest landanna eru að takast á við og felst í öldrun þjóðanna. Þetta þýðir að færri munu borga skatta til að greiða lífeyri og aðra opinbera þjónustu til æ vax­andi fjölda fólks. Þetta vandamál er ekki í sama mæli á Íslandi þar sem búist er við að þjóðin muni búa við sjálfbæra lífeyrissjóði í framtíðinni, og hún er ung.

Í samanburði við Evrusvæðið koma Norðurlöndin mun betur út hvað snertir helstu efnahagsstærðir. Á undanförnum árum hefur hagvöxtur að meðaltali verið um 2% hærri á Norðurlöndum en á Evrusvæðinu. Sama gildir um hagvaxtarhorfur á yfirstandandi ári og því næsta. Atvinnuleysi á Norðurlöndum er minna sem nemur rúmlega 2% af vinnuaflinu en á Evrusvæðinu. Verðbólgan hefur verið töluvert lægri á Norðurlöndunum en horfur eru um að dragi verulega saman milli svæðanna á næsta ári. Hlutfallslegur munur er hvað mestur varðandi afkomu hins opinbera. Á árinu 2005 var afgangurinn rúmlega 6% af landsframleiðslu Norðurlandanna, en rúmlega 2% af landsframleiðslu halli á Evrusvæðinu. Gert er ráð fyrir að þessi mikli afkomumunur í opinberum fjármálum milli svæðanna verði áfram árin 2006 og 2007.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta