Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög

Í tengslum við heildarendurskoðun á grunnskólalögum stendur menntamálaráðuneyti fyrir málþingi á Hótel Nordica laugardaginn 25. nóvember kl. 9:30-13:00 um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög.

Í tengslum við heildarendurskoðun á grunnskólalögum stendur menntamálaráðuneyti fyrir málþingi á Hótel Nordica laugardaginn 25. nóvember kl. 9:30-13:00 um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög. Þingið er liður í víðtæku samráði um ný grunnskólalög með það að markmiði að ná sem bestri samstöðu um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og leiðarljós nýrra grunnskólalaga. Það er einkum ætlað fulltrúum frá sveitarfélögum, skólastjórum, kennurum, foreldrum og ýmsum hagsmunaaðilum sem koma að málefnum grunnskólans, sem og öðru áhugafólki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flytur ávarp í upphafi þingsins og Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður nefndar um endurskoðun grunnskólalaga kynnir stöðuna við endurskoðun grunnskólalaga. Að því loknu fjalla Sölvi Sveinsson skólameistari Verslunarskóla Íslands, Anna Kristín Sigurðardóttir skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu á menntasviði Reykjavíkur, Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands og Jón Torfi Jónasson prófessor við Háskóla Íslands um nokkur helstu álitamálin í tengslum við endurskoðun grunnskólalaga. Áhersla er lögð á virkni þátttakenda og umræður í hópum um einstök álitamál. Ráðstefnustjóri er Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti. Þeir sem hyggjast taka þátt í málþinginu eru beðnir að skrá sig hjá congress.is. Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Nefnd á vegum menntamálaráðuneytis hefur frá því í mars 2006 verið að störfum við heildarendurskoðun grunnskólalaga nr. 66/1995 með síðari breytingum. Nefndin á að skila tillögu að frumvarpi til nýrra grunnskólalaga til menntamálaráðherra í lok desember 2006.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta