Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2006 Forsætisráðuneytið

Tvíhliða fundur forsætisráðherra Íslands og Finnlands

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag tvíhliða fund með Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, í Helsinki. Þar var fjallað um öryggis- og varnarmál, formennsku Finna í ESB, helstu viðfangsefni á vettvangi EFTA og EES, framtíðarhorfur í svæðisbundnu samstarfi og tvíhliða samskipti ríkjanna. Forsætisráðherra gerði m.a. grein fyrir nýlegu samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf, áherslum íslenskra stjórnvalda vegna fyrirhugaðrar stækkunar EES í kjölfar fjölgunar aðildarríkja ESB og áhuga á því að bæta samþættingu í svæðisbundnu samstarfi á norðurslóðum. Af beggja hálfu kom fram mikil ánægja með vaxandi viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Finnlands, aukinn fjölda ferðamanna og áframhaldandi grósku í menningartengslum. Á morgun situr forsætisráðherra fund ríkisstjórnaroddvita þátttökuríkja í Norðlægu víddinni (Northern Dimension) þ.e. ESB, Rússland, Ísland og Noregur. Heimsókn ráðherra lýkur á morgun.

Reykjavík 23. nóvember 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta