Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Virðisaukaskattur af geisladiskum

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 36/2006

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á þriðjudag, að tillögu Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, að leggja til við Alþingi að virðisaukaskattur á geisladiska verði lækkaður í 7%. Mun lækkunin taka gildi 1. mars 2007 um leið og aðrar boðaðar breytingar á virðisaukaskattslögunum.

Með breytingunni verður virðisaukaskattur af geisladiskum færður úr efra þrepi virðisaukaskatts í neðra þrep og þar með komið til móts við óskir tónlistarmanna og hljómplötuframleiðenda um jafnari samkeppnisstöðu tónlistar og annarra listgreina. Frumvarpið verður lagt fram á Alþingi á næstu dögum.

Reykjavík 23. nóvember 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta