Almennt samkomulag um vernd viðkvæmra vistkerfa hafsins gegn skaðlegum áhrifum fiskveiða
Almennt samkomulag um vernd viðkvæmra vistkerfa hafsins
gegn skaðlegum áhrifum fiskveiða
Samningaviðræðum um fiskveiðályktun allsherjarþings S.þ. lauk í New York 23. nóvember 2006 með almennu samkomulagi. Þar var m.a. rætt um hugmyndir um bann við botnvörpuveiðum í úthöfunum sem t.d. Evrópusambandið, Kanada, Japan, Kína, Kórea, Rússland og Ísland hafa lagst gegn. Finna má nánari upplýsingar í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins um málið.