Samstarf Íslands og Noregs um öryggismál
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála.
Forsætisráðherrarnir áttu óformlegan fund í dag í tengslum við leiðtogafund Norðlægu víddarinnar í Helsinki. Þeir ákváðu að fela utanríkisráðuneytum landanna undirbúning málsins.
Reykjavík 24. nóvember 2006