Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2006 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Japan og þátttaka í öðrum atburðum á alþjóðlegum vettvangi

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 085

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur í dag til Lettlands þar sem hún tekur þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á þriðjudaginn. Ráðherra heimsækir einnig íslensk fyrirtæki í Lettlandi. Að leiðtogafundi loknum fer utanríkisráðherra til Litháen og á meðal annars fund með utanríkisráðherra landsins, Petras Vaitiekunas, og opnar nýja ræðisskrifstofu í Vilníus.

Frá Litháen heldur utanríkisráðherra til Genfar, þar sem ráðherrafundur EFTA fer fram. Þaðan heldur ráðherra til Kína þar sem fyrirhugað er að vígja jarðhitaverkefni í Xian Yang og opna nýja skrifstofu Glitnis í Sjanghæ, auk þess að eiga fundi með kínverskum ráðamönnum.

Að lokum tekur við opinber heimsókn til Japan í tilefni af 50 ára afmæli stjórnamálasambands ríkjanna. Í Japan fundar utanríkisráðherra með utanríkisráðherra Japan, Taro Aso, og heimsækir höfuðstöðvar Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Heimkoma utanríkisráðherra er áætluð 10. desember n.k.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta