Brugðist við ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hélt sídegis í dag fund með staðgengli borgarstjórans í Reykjavík, formanni Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og formanni félagsmálanefndar Alþingis ásamt embættismönnum úr félagsmálaráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu í því skyni að bregðast við vanda sem virðist stafa af aukinni ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði.
„Að mínu mati er búseta í atvinnuhúsnæði alvörumál og þar ber að gefa aðstæðum erlends verkafólks sérstakan gaum“ segir Magnús Stefánsson. „Ég tel líklegt að ósamþykkt íbúðarhúsnæði uppfylli í mörgum tilvikum ekki kröfur um öryggi þeirra sem þar búa.“
Niðurstaða fundarins var að stofna starfshóp sem metur umfang vandans og gerir tillögur um viðbrögð.
„Ég legg áherslu á að þessari vinnu verði hraðað eins og kostur er og lagaumhverfið skýrt ef þurfa þykir.“