Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Frumvarp um ættleiðingarstyrki samþykkt

Ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra um ættleiðingarstyrki sem hann kynnti 24. nóvember síðastliðinn.

Samkvæmt frumvarpinu verður styrkur veittur kjörforeldrum sem nemur 480.000 krónum. Hann er óháður tekjum og undanþeginn staðgreiðslu. Styrkurinn verður bundinn við útgáfu forsamþykkis samkvæmt ættleiðingalögum. Styrkhæf ættleiðing fer fram fyrir milligöngu löggilts ættleiðingafélags.

Gert er ráð fyrir að stjórnsýsla verkefnisins verði falin Vinnumálastofnun.

Magnús Stefánsson segist vonast til að lögin taki gildi 1. janúar 2007.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta