Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Riga
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hélt í dag til Riga þar sem hann situr leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Fundurinn hefst í kvöld og stendur fram yfir hádegi á morgun. Þar verður m.a. fjallað um ástand og horfur í Afganistan og á vestanverðum Balkanskaga, áframhaldandi aðlögun bandalagsins, þ.á m. eflingu varnarmáttar, og samstarf þess við önnur samtök og ríki.
Reykjavík 28. nóvember 2006