Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Rætt við ESB um alþjóðlega ráðstefnu á Íslandi um vinnumarkað

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra átti fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel á sviði atvinnumála og jafnréttismála í fyrri viku auk þess sem hann hitti fulltrúa Eftirlitsstofnunar EFTA, EFTA-skrifstofunnar og sendiráðs Íslands í Brussel um þau svið sem varða félagsmálaráðuneytið.

Á fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti félagsmálaráðherra mikla þátttöku kvenna og karla á vinnumarkaði hér á landi, 90% þátttöku feðra í þriggja mánaða fæðingarorlofi og fjallaði almennt um stöðu mála á vinnumarkaðnum.

Á fundinum kom fram áhugi af hálfu framkvæmdastjórnarinnar á frekara samstarfi við Íslendinga á þessu sviði. Meðal annars var reifuð sú hugmynd að félagsmálaráðuneytið efndi á næsta ári til alþjóðlegrar ráðstefnu á Íslandi þar sem fjallað yrði almennt um stöðu á vinnumarkaði og þróun í því efni, meðal annars út frá hugtakinu "flexicurity" eða sveigjanleika og öryggi og stöðu kynjanna á vinnumarkaði.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta