Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2006 Utanríkisráðuneytið

Tvíhliða fundir utanríkisráðherra í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 086

Valgerður Sverrisdóttir átti í morgun tvíhliða fund með Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Ríga. Á fundinum ræddu ráðherrarnir mögulegt samstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála og var ákveðið að embættismenn héldu áfram viðræðum á Íslandi um miðjan desembermánuð jafnframt því sem norskir embættismenn munu þá kynna sér aðstæður á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Þá ræddi utanríkisráðherra við Geoff Hoon Evrópumálaráðherra Bretlands um samstarf í öryggis- og varnarmálum og lýsti Evrópumálaráðherrann áhuga á því að koma til Íslands til viðræðna í byrjun næsta árs. Utanríkisráðherra ræddi einnig við Peter Gordon MacKay utanríkisráðherra Kanada og Ulrik Federspiel ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Danmerkur og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum.

Þá átti utanríkisráðherra tvíhliða fund með Mihai Razvan Ungureanu utanríkisráðherra Rúmeníu. Á fundinum var stækkun Evrópska efnahagssvæðisins einkum til umræðu.

Í gær heimsótti utanríkisráðherra Latekóbanka í Ríga og verslun 66° Norður, en bæði fyrirækin eru í eigu Íslendinga. Síðdegis heldur utanríkisráðherra til Litháen.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta