Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Um tekjudreifingu

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 23. nóvember 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Nokkur umræða hefur verið um tekjuþróun landsmanna að undanförnu.

Athyglin hefur ef til vill mest beinst að fjármagnstekjunum vegna þess hversu mikið þær hafa aukist á undanförnum árum. Þrátt fyrir mikinn vöxt eru þær þó enn innan við fimmtungur skattskyldra tekna einstaklinga. Ef horft er fram hjá þeim hefur tekjuþróun verið afar jöfn. Hinir tekjulægstu hafa fengið álíka tekjuhækkanir og hinir tekjuhæstu.

Tekjuþróun 2000-2005

Á meðfylgjandi mynd má sjá hver þróunin hefur verið á öllum tekjum hjóna ef fjármagnstekjur eru undaskildar. Hjónum er raðað eftir tekjum og síðan skipt í 20 jafnfjölmenna hópa. Það skal tekið fram að hér er um að ræða allar tekjur aðrar en fjármagnstekjur, bæði atvinnutekjur, lífeyristekjur og bætur almannatrygginga. Þegar þróun teknanna er skoðuð má þarna sjá að hlutfallsleg breyting liggur á bilinu rúmlega 41% hækkun þar sem hún er minnst til um 46% þar sem hún er mest. Myndin yrði ekki mjög frábrugðin þótt horft væri til lengra tímabils.

Þessi niðurstaða er í samræmi við mælingar á svokölluðum Gini-stuðli fyrir ráðstöfunartekjur hjóna án fjármagnstekna sem mælist um 0,22 stig árið 2005. Í alþjóðlegum samanburði er sú mæling mjög lág og bendir til að dreifing tekna í heild án fjármagnstekna sé með jafnasta móti á Íslandi. Lítil sem engin breyting hefur orðið á tekjudreifingunni samkvæmt þessari skilgreiningu undanfarin ár.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta