Hoppa yfir valmynd
1. desember 2006 Dómsmálaráðuneytið

Ríksistjórn samþykkir tillögu dómsmálaráðherra um nýtt varðskip

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, 1. desember, tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, um að dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra hefðu umboð til að ljúka samningum við ASMAR skipasmíðastöðina í Chile um smíði nýs varðskips.
Tölvuteikning af nýju varðskipi, stefni stjórnborðsmegin
Nýtt varðskip stefni stjórnborð

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, 1. desember, tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, um að dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra hefðu umboð til að ljúka samningum við ASMAR skipasmíðastöðina í Chile um smíði nýs varðskips.

Tilboð í nýtt varðskip voru opnuð þann 21. september sl. Eftir mat og yfirferð Landhelgisgæslu Íslands og Ríkiskaupa á tilboðum var gengið til skýringaviðræðna við ASMAR skipasmíðastöðina í Chile. Viðræðunum lauk með samkomulagi með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar Íslands og stjórnar ASMAR. Heildarkostnaður verksins er áætlaður 31,8 milljónir evra eða tæplega 2,9 milljarðar króna miðað við gengi evru 90 ISK. Við hönnun skipsins hefur verið gert ráð fyrir tankarými og rými fyrir mengunarvarnarbúnað, en útfærsla þess búnaðar er enn til umræðu og er kostnaður við hann talinn geta numið allt að 110 milljónum króna.

Varðskipið verður 93 m. langt og 16 m. breitt og togkraftur þess verður um 100 tonn sem gerir því kleift að draga stór flutningaskip. Skipið verður með tvær aðalskrúfur og tvær aðalvélar. Auk þess verða tvær hliðarskrúfur að framan, ein hliðarskrúfa að aftan og snúanleg framdrifsskrúfa (Azimuth skrúfa). Stjórnhæfni skipsins verður því mjög góð.

Skipið verður 4.000 brúttótonn og hámarkshraði þess verður um 19,5 sjómílur. Hámarksrafmagnsframleiðsla verður 5.400 kW og meðal annars verður hægt að gefa 2 MW straum í land ef þörf krefst.

Hönnun skipsins er unnin af Rolls Royce í Noregi. Aðalvélar, gírar, skrúfubúnaður, snúanleg framdrifsskrúfa, dráttar- og akkerisvindur svo og allur stjórnbúnaður eru frá Rolls Royce í Noregi.

Afhending skipsins er áætluð 30 mánuðum eftir undirritun samnings sem fyrirhuguð er eftir miðjan desember. Ætti því nýtt varðskip að bætast í flota Landhelgisgæslu Íslands um mitt ár 2009.

Hægt er að nálgast tölvugerða mynd af fyrirhuguðu skipi af skipinu hér að neðan:   

Tölvuteikningar af tillögu* að fyrirhugðu varðskipi ásamt teikningum.
Tölvuteikning af nýju varðskipi, skrokkur stefni stjórnborðsmeginTölvugerð mynd af tillögu að nýju varðskipi -
skrokkur stefni stjórnborðsmegin
Tölvuteikning af nýju varðskipi, stefni stjórnborðsmeginTölvugerð mynd af tillögu að nýju varðskipi - 
stefni stjórnborðsmegin
Tölvuteikning af nýju varðskipi, skutur stjórnborðsmeginTölvugerð mynd af tillögu að nýju varðskipi -
skutur stjórnborðsmegin

Teikningar af nýju varðskipi PDF-skjal


Reykjavík, 1. desember 2006

 

 

*Tölvugerðu myndirnar sýna tillögu skipasmíðastöðvarinnar að nýju varðskipi, endanlegar samþykktar geta breytingum frá tillögunum.

Notkun mynda er heimil.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta