Hoppa yfir valmynd
4. desember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Breytingar á lögum um lífeyrissjóði

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 30. nóvember 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Fjármálaráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lífeyrissjóði.

Með frumvarpinu eru lagðar til tvíþættar breytingar. Annars vegar er lagt til að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóða verði hækkað til samræmis við það sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði, eða úr 10% í 12%. Samið hefur verið um 2% hækkun á mótframlagi vinnuveitanda á almennum vinnumarkaði. Til að raska ekki gildandi kjarasamningum er jafnframt lagt til með bráðabirgðaákvæði að sé í núgildandi kjarasamningi kveðið á um að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skuli vera 10%, skuli heimilt að miða áfram við hlutfallstöluna 10% þar til nýr kjarasamningur hefur öðlast gildi.

Hins vegar er með frumvarpinu lögð til breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem varðar möguleika lífeyrissjóða sem njóta, eða nutu, bakábyrgðar ríkis, sveitarfélaga eða banka, til að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sínum í samræmi við ákvæði 2. mgr. 39. gr. þeirra laga. Eins og staðan er í dag er viðkomandi lífeyrissjóðum, vegna sérstöðu þeirra, óheimilt að bregðast við þegar mismunur eigna og skuldbindinga sé kominn umfram þau mörk sem fram koma í 2. mgr. 39. gr. laganna, t.d. með því að skerða réttindi. Þessi lagalega óvissa hefur haft ýmis vandkvæði í för með sér og er því með frumvarpinu lagt til að leyst verði úr þeirri óvissu og umræddum lífeyrissjóðum gert heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sínum í samræmi við ákvæði 2. mgr. 39. gr.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta