Hoppa yfir valmynd
8. desember 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti landsbókavarðar

Menntamálaráðuneyti bárust sex umsóknir um stöðuna.

Umsóknarfrestur um embætti landsbókavarðar rann út mánudaginn 4. desember sl. Menntamálaráðuneyti bárust sex umsóknir um stöðuna. Umsækjendur eru:


Axel Kristinsson, cand.mag. í sagnfræði,

Gísli Þór Gunnarsson, M.A. próf í sálfræði,

Steingrímur Jónsson, forstöðumaður,

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, sviðsstjóri,

Þorsteinn Hallgrímsson, aðstoðarlandsbókavörður og

Steinunn Harðardóttir, B.S. próf í iðnrekstrarfræði.

Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. apríl 2007 og skal landsbókavörður skipaður úr hópi þeirra umsækjenda sem stjórn bókasafnsins telur hæfa, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga um Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, nr. 71/1994.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta