Hoppa yfir valmynd
15. desember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 14. desember 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Á árinu 1998 námu framlög ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 3.247 m.kr. á verðlagi þess árs.

Framlag ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs er 9.741 m.kr. í fjárlögum næsta árs. Það er um 200% hækkun frá árinu 1998 eða árleg meðalhækkun sem nemur um 13%.

Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 47% eða um 4,4% á ári að meðaltali. Vísitala samneyslu, en það er vísitala sem mælir verðhækkanir á opinberri þjónustu, hefur hins vegar hækkað um 68% eða tæp 6% á ári að meðaltali. Framlög ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs fyrir árin 1998 til 2005 eru sýnd á verðlagi hvers árs. Fyrir árið 2006 eru útgjöld miðuð við fjárlög og fjáraukalög og fjárlög vegna ársins 2007.

Framlög til Jöfnunarsjóðs eru annars vegar lögboðin framlög sem eru reiknuð af innheimtum skatttekjum og útsvarsstofni og hins vegar sérstök tímabundin framlög.

Frá árinu 2001 hefur sjóðurinn fengið framlag úr ríkissjóði til að jafna tekjutap einstakra sveitarfélaga vegna breytinga á álagningarreglum fasteignaskatts. Framlagið nam fyrsta árið 1.100 m.kr. og hefur síðan tekið sömu hækkunum og innheimtar skatttekjur ríkissjóðs.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reiknireglum og tímabundnum framlögum á tímabilinu og er þar helst að nefna að á árinu 2004 voru einstök framlög reiknuð inn í hlutfall af innheimtum skatttekjum ríkisins og hefur það verið 2,12% frá þeim tíma en auk þess er reiknað framlag sem er 0,264% af álagninarstofni útsvars.

Framlög ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 1998-2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta