Hoppa yfir valmynd
15. desember 2006 Utanríkisráðuneytið

Viðræður um Hatton Rockall-málið

Landgrunnskröfur á Hatton Rockall svæðinu
Landgrunnskröfur á Hatton Rockall svæðinu

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 093

Í dag fóru fram í Kaupmannahöfn viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur f.h. Færeyja um Hatton Rockall-málið, en sem kunnugt er hafa ríkin fjögur öll gert tilkall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á Hatton Rockall-svæðinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig kröfur aðila skarast.

Viðræðurnar voru jákvæðar og var meðal annars rætt um hugsanlegar leiðir til skiptingar svæðisins milli aðilanna fjögurra. Ákveðið var að halda næsta viðræðufund í Reykjavík í lok febrúar n.k.

Fyrsti viðræðufundur aðilanna fjögurra um Hatton Rockall-málið fór fram að frumkvæði Íslands í Reykjavík haustið 2001. Viðræðunum hefur síðan verið fram haldið með reglubundnum hætti og hafa þær verið gagnlegar og þróast í rétta átt.

Til þess að lausn náist um afmörkun landgrunns á umdeildum svæðum á borð við Hatton Rockall-svæðið og raunhæft sé að nýta auðlindir þurfa hlutaðeigandi ríki að komast að samkomulagi um skiptingu landgrunnsins sín á milli eða um að það verði sameiginlegt nýtingarsvæði. Þá þarf einnig að nást niðurstaða um afmörkun ytri marka landgrunnsins, þ.e. mörkin milli landgrunnsins og hins alþjóðlega hafsbotnssvæðis þar fyrir utan, á grundvelli tillagna landgrunnsnefndar S.þ.



Landgrunnskröfur á Hatton Rockall svæðinu
Landgrunnskröfur á Hatton Rockall svæðinu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta