Hoppa yfir valmynd
19. desember 2006 Utanríkisráðuneytið

Fríverslun við Kína - opinn fundur 5. janúar

Íslendingar hefja á næstunni samningaviðræður við Kínverja um fríverslun milli landanna. Utanríkisþjónustan kallar eftir upplýsingum frá atvinnulífinu um hagsmuni íslenskra fyrirtækja varðandi hugsanlega fríverslun. Í þessu skyni mun Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra í Beijing halda opinn fund með hagsmunaaðilum íslenskra fyrirtækja til að heyra þeirra sjónarmið.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 5. janúar 2007  kl. 8:15-10:00 í Húsi atvinnulífsins, 6. hæð Borgartúni 35, Reykjavík.

Fundurinn er einkum ætlaður fyrirtækjum sem eiga hagsmuna að gæta í viðskiptum við Kína. Forsvarsmenn fyrirtækja geta einnig komið sérstökum atriðum sem varða hagsmuni sína skriflega á framfæri á fundinum og eftir hann.

Þátttökuskráningar með tölvupósti [email protected] eða í síma 511 4000.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta