Hoppa yfir valmynd
19. desember 2006 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Þrjú tilboð í verkefni á sviði farsímaþjónustu

Tilboð voru opnuð í morgun hjá Ríkiskaupum í verkefni á sviði gsm-farsímaþjónustu á landinu. Þrjú tilboð bárust, eitt frá Og fjarskiptum ehf. og tvö frá Símanum hf., annað frávikstilboð.

Meðal verkefna sem fjarskiptasjóður stendur að er að þétta farsímanetið á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofnvegum og á helstu ferðamannastöðum. Í þessum áfanga voru boðnir út ódekkaðir vegkaflar á hringvegi 1 og fimm fjallvegum, Fróðárheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjallsveg, Fagradal og Fjarðarheiði. Að auki er ætlunin að setja upp sendi í Flatey á Breiðafirði en hann mun ná til nærri því helmings leiðarinnar um Barðaströnd þar sem farsímaþjónustu nýtur ekki við í dag. Alls eru þessir vegarkaflar um 500 km langir.

Tilboð Og fjarskipta ehf. og Símans hf. eru nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Tilboð Og fjarskipta ehf. hljóðar uppá 669 milljónir króna og tilboð Símans hf. er 598 milljónir og frávikstilboðið 535 milljónir króna. Verktími hjá Og fjarskiptum er samkvæmt tilboðinu 20 mánuðir en 12 mánuðir í báðum tilboðum Símans.

GSM samband



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta