Friðargæsluliðar í Srí Lanka kallaðir til höfuðstöðva í Colombo
Yfirmaður Norrænu eftirlitssveitarinnar á Srí Lanka (SLMM), Lars Sölvberg, hefur ákveðið að kalla eftirlitsmenn SLMM til höfuðstöðvanna í Colombo á næstu dögum. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun þar sem átök hafa harðnað á átakasvæðunum og brot beggja aðila á vopnahléssamningnum hafa aukist verulega. Ætlunin er að funda með starfsmönnum og fara yfir stöðu mála varðandi framhald eftirlitsstarfa SLMM á Sri Lanka næstu daga.