Tekjur og gjöld á mann hjá ríki og sveitarfélögum 1998-2005
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 21. desember 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hafa tekjur sveitarfélaga á mann, á föstu verðlagi landsframleiðslu, hækkað úr 299 þ.kr. árið 1998 í 425 þ.kr. árið 2005. Hlutfallslega hafa því tekjur á mann hækkað um 42,5%. Hjá ríkinu hafa þessar tekjur hækkað úr 873 þ.kr. í 1.262 þ.kr fyrir sama tímabil eða um 44,6%. Þetta er sýnt á myndunum hér fyrir neðan.
Gjöld á mann, á föstu verðlagi landsframleiðslu, hafa aukist hjá sveitarfélögunum úr 319 þ.kr. í 439 þ.kr. á tímabilinu. Það er 37,7% hækkun. Hjá ríkinu hafa gjöldin á mann farið úr 844 þ.kr. í 1.070 þ.kr. og því hækkað um 26,8%.