Hoppa yfir valmynd
28. desember 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna leik- grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda

Verklagsreglurnar eru unnar í samstarfi fulltrúa menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Barnaverndar Reykjavíkur og Barnaverndarstofu. Þær varða börn upp að 18 ára aldri og ná því til allra starfsmanna leik- og grunnskóla og fyrstu bekkja framhaldsskóla.

Til sveitarfélaga, skóla, skólaskrifstofa og ýmissa hagsmunaaðila

Síðastliðið vor var skipaður starfshópur sem í eiga sæti fulltrúar frá menntamálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Barnavernd Reykjavíkur og Barnaverndarstofu. Markmið starfshópsins var að semja leiðbeinandi verklagsreglur um tilkynningarskyldu starfsfólks leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda. Barnaverndarlög nr. 80/2002 leggja ríka skyldu bæði á almenning og sérstaklega þá sem vinna með börnum að tilkynna til barnaverndarnefnda þegar grunur vaknar um að barn búi við vanrækslu eða ofbeldi eða stefni heilsu sinni og þroska í hættu.

Starfshópurinn leitaði umsagna m.a. hjá félögum leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara, Skólastjórafélagi Íslands, Félagi náms- og starfsráðgjafa, Félagi íslenskra skólafélagsráðgjafa, Félagi skólahjúkrunarfræðinga og Heimili og skóla.

Menntamálaráðuneytið væntir þess að reglurnar nýtist í starfi skóla.

Hjálagt sendast verklagsreglurnar. Jafnframt verður unnt að nálgast þær á vefjum Barnaverndarstofu, Sambands íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytisins.

Fyrir hönd ráðherra
Sólrún Jensdóttir
Þórir Ólafsson





Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta