Hoppa yfir valmynd
29. desember 2006 Utanríkisráðuneytið

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Aðalheiður Sigursveinsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Aðalheiður Sigursveinsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Aðalheiður Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Aðalheiður er 33 ára. Hún útskrifaðist með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, með sérstakri áherslu á stjórnun í alþjóðlegu umhverfi og rafræna viðskiptahætti.

Aðalheiður starfaði sl. sjö ár hjá KB banka og þar áður hjá Landslæknisembættinu.

Sigfús Ingi Sigfússon sem að undanförnu hefur gegnt starfi aðstoðarmanns utanríkisráðherra hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta