Hoppa yfir valmynd
29. desember 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Veiðikvóti hreindýra og verð á veiðileyfum ákveðin

Hreindýr
Hreindýr

Umhverfisráðherra hefur ákveðið veiðikvóta hreindýra og verð á veiðileyfum til hreindýraveiða árið 2007.

Heimilt verður að veiða 1.137 dýr, 577 kýr og 560 tarfa. Á þessu ári sem nú er að líða var leyfilegt að veiða 909 dýr. Upplýsingar um veiðikvóta eftir veiðisvæðum og samanburð við kvóta síðasta tímabils má nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun lagði til við ráðuneytið að verð á veiðileyfum til hreindýraveiða árið 2007 yrði hækkað með tilliti til breytinga á vísitölu neysluverðs og til að samræma verð eftir veiðisvæðum. Ráðuneytið féllst ekki á tillögurnar þar sem hvorki er getið um tengingu verðlagningar veiðileyfa við neysluverðsvísitölu í lögum né reglugerðum sem um stjórnun hreindýraveiða gilda. Því hefur verið ákveðið að verði á veiðileyfum hækki minna en stofnunin leggur til og verði sem hér segir:

Tarfur á veiðisvæðum 1 og 2              110.000 kr.
Tarfur á veiðisvæðum 3-5 og 7-9         70.000 kr.
Tarfur á veiðisvæði 6                              80.000 kr.
Kýr á veiðisvæðum 1 og 2                     60.000 kr.
Kýr á veiðisvæðum 3-9                          40.000 kr.
Kálfar á öllum svæðum                         18.000 kr.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta