Hoppa yfir valmynd
2. janúar 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra þakkar fyrir vel unnið verk

Umhverfisráðherra ásamt fulltrúum þeirra sem komu að bráðaaðgerðum á strandstað.
Í ráðherrabústaðnum

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra bauð á laugardag öllum þeim sem komu að aðgerðum á strandstað flutningaskipsins Wilson Muuga til móttöku í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Við þetta tækifæri lýsti umhverfisráðherra yfir ánægju með það hversu vel gekk að koma í veg fyrir umhverfisslys á strandstað. Þá afhenti ráðherra og Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar, fulltrúum þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Framtaks, Olíudreifingar, sýslumannsins í Keflavík og Landsbjargar viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Á fimmtudag í liðinni viku var lokið við að tæma olíu úr tönkum Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes á Reykjanesi. Þar með lauk bráðaaðgerðum til að forða mengunarslysi sem stóðu sleitulaust í nær 30 klukkustundir. Á þessum tíma tókst að dæla um 95 tonnum af olíu í land en 10-15 tonn af olíu eru eftir í lestarrými skipsins. Ekki er hins vegar talið, að dýralífi og náttúru í kringum strandstaðinn stafi hætta af olíunni.



Umhverfisráðherra og forstjóri Umhverfisstofnunar afhenda Geirþrúði Alfreðsdóttur, flugrekstrarstjóra Landhelgisgæslunnar, viðurkenningu fyrir vel unnin störf.
wilsonmuuga2

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta