Fæðingarorlofssjóður fluttist til Vinnumálastofnunar um áramótin
Um áramótin fluttist Fæðingarorlofssjóður frá Tryggingastofnun ríkisins til Vinnumálastofnunar. Skrifstofa og meginþjónusta Fæðingarorlofssjóðs er staðsett að Strandgötu 1, 530 Hvammstanga.
Allir umsækjendur eiga að skila umsóknum sínum á Hvammstanga auk þess sem umsækjendur af landsbyggðinni skulu senda skattkort sín þangað kjósi þeir að nýta sér þau hjá Fæðingarorlofssjóði. Umsækjendur af höfuðborgarsvæðinu eiga að skila skattkortum sínum til Vinnumálastofnunnar, Engjateigi 11, 105 Reykjavík, en öll önnur gögn skal senda á Hvammstanga.
Símanúmer Fæðingarorlofssjóðs er 582 4840 og fax 582 4850.
Nánari upplýsingar, eyðublöð, lög og reglur er að finna á heimasíðu Fæðingarorlofssjóðs.
Á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar um land allt er hægt að nálgast eyðublöð vegna umsókna foreldra um fæðingarorlof. Þar er einnig hægt að fá grunnupplýsingar um greiðslur í fæðingarorlofi eftir því sem við á svo og leiðbeiningar um útfyllingu umsókna.
Vakin er athygli á að Tryggingastofnun ríkisins annaðist greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi nú um áramótin vegna barna sem fæddust á árinu 2005 og 2006 og ber því að beina öllum fyrirspurnum vegna þeirra greiðslna til Tryggingastofnunar í síma 560 4400.
Fyrstu greiðslur Fæðingarorlofssjóðs eftir að hann fluttist til Vinnumálastofnunar munu eiga sér stað um mánaðamót janúar/febrúar nk.